Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 11:37 Sex kristilegir íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna hafa veitt kristilegum íhaldsmönnum stóra pólitíska sigra á síðustu vikum, ekki síst afnám réttar kvenna til þungunarrofs í síðustu viku. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira