Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 14:40 Jeffrey Epstein (t.v.) og Ghislaine Maxwell (t.h.) voru um tíma par en hún vann síðan fyrir hann um árabil. Hún var dæmd fyrir að útvega honum ungar stúlkur til að misnota. Vísir/EPA Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49