Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 15:13 Tímamótadómur Hæstaréttar Bandaríkjanna um að fólk megi ganga um vopnað utan heimilisins fellur á sama tíma og kallað er eftir hertri skotvopnalöggjöf í kjölfar hrinu fjöldamorða í landinu. AP/Jose Luis Magana Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. Sex íhaldssamir dómarar réttarins töldu að lög í New York sem gera kröfu um að byssueigendur sýni fram á sérstaka þörf fyrir að þeir beri vopn sín á almannafæri stæðust ekki stjórnarskrá. Clarence Thomas, höfundur meirihlutaálitsins, sagði stjórnarskrána tryggja rétt einstaklinga til þess að bera skammbyssu til sjálfsvarnar utan veggja heimilisins. Sambærileg lög hafa verið í gildi í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Masschusetts, New Jersey og Rhode Island sem líklegt er að verði ógilt í kjölfarið. Um fjórðungur bandarísku þjóðarinnar býr í ríkjum með slík lög, að sögn AP-fréttastofunnar. Útlit er nú fyrir að takmarkanir á hver getur gengið um vopnaðir á almannafæri verið að miklu leyti afnumdar þar, þar á meðal í milljónaborgunum New York, Los Angeles og Boston. Ríkisstjórn Joes Biden hafði hvatt dómarana til þess að staðfesta lögin. Stuðningsmenn þeirra héldu því fram að yrðu þau ógilt leiddi það til aukins vopnaburðar á götum úti og vaxandi tíðni ofbeldisglæpa. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, fer nú yfir dóm hæstaréttar. Í tísti hét hún því að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að vernda New York-búa fyrir byssuofbeldi og verja „skynsöm“ skotvopnalög ríkisins. We are currently reviewing the decision from the Supreme Court on New York's ability to regulate who can carry firearms in public.But we will continue to do everything in our power to protect New Yorkers from gun violence and preserve our state's common sense gun laws.— NY AG James (@NewYorkStateAG) June 23, 2022 Fyrsta stóra byssumálið í áratug Byssuofbeldi hefur verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum undanfarnar vikur eftir hrinu mannskæðra skotárása. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í síðasta mánuði og tíu viðskiptavinir verslunar í Buffalo nokkrum dögum fyrr. Bandaríkjaþing eru nú sagt nær því að ná samkomulagi um ný lög til að reyna að koma í veg fyrir skotárásir af þessu tagi í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Dómur hæstaréttar nú er sá þýðingarmesti í skotvopnamálum frá árinu 2010 þegar dómarar skáru úr um að allir Bandaríkjamenn hefðu rétt á að hafa skotvopn á heimili sínu til sjálfsvarnar. Málið nú snerist um hvort sá réttur næði út fyrir veggi heimilisins. Áður hefur rétturinn þó komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist stjórnarskrá að takmarka vopnaburð á viðkvæmum stöðum, þar á meðal í stjórnarbyggingum og skólum. Þá sé í lagi að takmarka vopnaeign fanga og geðsjúkra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. 21. júní 2022 15:42 Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Sex íhaldssamir dómarar réttarins töldu að lög í New York sem gera kröfu um að byssueigendur sýni fram á sérstaka þörf fyrir að þeir beri vopn sín á almannafæri stæðust ekki stjórnarskrá. Clarence Thomas, höfundur meirihlutaálitsins, sagði stjórnarskrána tryggja rétt einstaklinga til þess að bera skammbyssu til sjálfsvarnar utan veggja heimilisins. Sambærileg lög hafa verið í gildi í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Masschusetts, New Jersey og Rhode Island sem líklegt er að verði ógilt í kjölfarið. Um fjórðungur bandarísku þjóðarinnar býr í ríkjum með slík lög, að sögn AP-fréttastofunnar. Útlit er nú fyrir að takmarkanir á hver getur gengið um vopnaðir á almannafæri verið að miklu leyti afnumdar þar, þar á meðal í milljónaborgunum New York, Los Angeles og Boston. Ríkisstjórn Joes Biden hafði hvatt dómarana til þess að staðfesta lögin. Stuðningsmenn þeirra héldu því fram að yrðu þau ógilt leiddi það til aukins vopnaburðar á götum úti og vaxandi tíðni ofbeldisglæpa. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, fer nú yfir dóm hæstaréttar. Í tísti hét hún því að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að vernda New York-búa fyrir byssuofbeldi og verja „skynsöm“ skotvopnalög ríkisins. We are currently reviewing the decision from the Supreme Court on New York's ability to regulate who can carry firearms in public.But we will continue to do everything in our power to protect New Yorkers from gun violence and preserve our state's common sense gun laws.— NY AG James (@NewYorkStateAG) June 23, 2022 Fyrsta stóra byssumálið í áratug Byssuofbeldi hefur verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum undanfarnar vikur eftir hrinu mannskæðra skotárása. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í síðasta mánuði og tíu viðskiptavinir verslunar í Buffalo nokkrum dögum fyrr. Bandaríkjaþing eru nú sagt nær því að ná samkomulagi um ný lög til að reyna að koma í veg fyrir skotárásir af þessu tagi í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Dómur hæstaréttar nú er sá þýðingarmesti í skotvopnamálum frá árinu 2010 þegar dómarar skáru úr um að allir Bandaríkjamenn hefðu rétt á að hafa skotvopn á heimili sínu til sjálfsvarnar. Málið nú snerist um hvort sá réttur næði út fyrir veggi heimilisins. Áður hefur rétturinn þó komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist stjórnarskrá að takmarka vopnaburð á viðkvæmum stöðum, þar á meðal í stjórnarbyggingum og skólum. Þá sé í lagi að takmarka vopnaeign fanga og geðsjúkra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. 21. júní 2022 15:42 Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. 21. júní 2022 15:42
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent