Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 08:42 Skjáskot úr auglýsingu Greitens. Þar sést hann ráðast inn í hús með hópi vopnaðra sérsveitarmanna. Lýsir hann því yfir að hann gefi út ótakmarkað veiðileyfi á aðra repúblikana. AP/Framboð Erics Greitens Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira