Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 13:58 Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins er sannfærður um að kosningasvik hafi verið framin í forsetakosningunum 2020. AP/Wong Maye-E Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46