Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. júní 2022 10:30 Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna. Styrkurinn skal samkvæmt frumvarpinu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1 millj. kr. Styrkirnir eru samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign. Atvinnuveganefnd lagði til hækkun á hámarki í 1,3 milljónir kr. Samkvæmt athugun Orkustofnunar fer kostnaður slíks tækjabúnaður almennt ekki yfir 2 milljónir króna. Þetta er vanáætlað, kostnaðurinn er nær 2,6 – 3 milljónir króna. Hér er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar sem nýta raforku til húshitunar á köldum svæðum landsins, þar sem nýting jarðhita er ekki möguleg. Málið er liður í orkuskiptum og það bæði eykur tekjur ríkissjóðs og sparar ríkinu töluverð útgjöld til lengri tíma. Með varmadælu og öðrum orkusparandi búnaði er gert ráð fyrir að hægt verði að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þessar 110 GWst sem fara í aðra notkun munu við það færast úr 11% virðisaukaskatti fyrir rafhitun í 24% virðisaukaskatt fyrir aðra raforkunotkun. Það mun auka tekjur ríkissjóðs verulega. Aukin notkun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun mun einnig lækka útgjaldaþörf ríkisins til niðurgreiðslna vegna húshitunar til lengri tíma. Ríkið sparar í formi lægri útgjalda. Íbúðareigendur, sem fjárfesta í umhverfisvænni orkuöflun og bættri orkunýtingu, eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins af fjárfestingum sínum. Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjald ríkisin,s ætti að hækka styrkina í úr helmingi kostnaðar í þrjá fjórðu (75%) hluta kostnaðar og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hækkun útgjalda verði fjármögnuð með auknu 50 milljón króna árlegu útgjaldasvigrúmi á málefnasviði 15 Orkumál frá og með 2023 og það sem eftir stendur með ráðstöfun fjárheimilda af málefnasviði 17 Umhverfismál sem ætlaðar eru til orkuskipta. Lögfesting frumvarpsins mun því ekki hafa nein fjárhagsáhrif á ríkissjóð. Hækkun styrks úr helmingi (50%) í þrjá fjórðu (75%) kostnaðar íbúðareiganda við tækjakaup leiðir líka til að hlutfallslegrar hækkunar á ofangreindu árlegu útgjaldasvigrúmi um 25 milljónir króna. Í frumvarpinu kemur fram að losa þarf raforku til nauðsynlegra orkuskipta á næstu árum og að með aukinni notkun varmadælna við húshitun í stað rafhitunar sparast mikil raforka sem þá er hægt að nýta á annan hátt, t.d. til orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mikið talað um orkuskipti. Þar kemur fram að leggja eigi áherslu á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Orkuskipti á að verða ríkur þáttur í framlagi Íslands til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu landsins og verða í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu. Styðja á orkuskipti á landsvísu með áherslu á að horfa til orkutengdra verkefna og grænnar orkuframleiðslu. Byggðaáætlun á að styðja við græn umskipti um allt land. Þetta eru háleit markmið um orkuskipti í landinu þar sem hraða á orkuskiptum á öllum sviðum og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verða þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland á að vera í forystu í orkuskiptum á alþjóðavísu og kveða á um þau í byggðaáætlun. Meini ríkisstjórnin eitthvað með yfirlýsingum sínum í stjórnarsáttmálanum um orkuskipti, er ljóst að íbúðareigendur sem fjárfesta tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænni orkuöflunar og bættrar orkunýtingar eiga að njóta góðs af auknum tekjum og sparnaði ríkisins. Það verður ekki gert með því að íbúðareigendur á landsbyggðinni stofni til mikilla útgjalda við kaup á tækjabúnaði sem gerir þau möguleg. Það eru útgjöld sem nema um 1,3 – 1,5 milljón króna með helmingsstyrk og með 75% styrk 650 – 750 þúsund krónur. Mikilvægt er því að þessi mikilvægi styrkur verði aukinn frekar en kveðið nú er ætlunin. Með því væri settur kraftur í umhverfisvænni orkuöflunar og bætta orkunýtingu á landsbyggðinni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun