Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 12:29 Spænska lögreglan segir Ómar hafa sent þremur barnanna barnaníðsefni með samskiptaforritinu WhatsApp. Guardia Civil Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin. Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin.
Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira