Óskaði eftir kynferðislegum myndum og sendi typpamynd til barns á Snapchat Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 15:34 Brotin sem tíunduð eru í ákæru voru framin árið 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu 400 þúsund króna í bætur fyrir brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn blygðunarsemi eftir að hafa beðið tvo einstaklinga um kynferðislegar myndir og sent þeim typpamyndir á Snapchat. Fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum. Þá er maðurinn dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna vegna málsvarnalauna skipaðs verjanda, þóknunar réttargæslumanns og annars sakarkostnaðar. Brotin áttu sér stað árið 2020 en í fyrsta ákærulið segir að maðurinn hafi í gegnum einkaskilaboð á Snapchat, beðið unga stúlku um kynferðislegar myndir og sent henni mynd af berum getnaðarlim sínum og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi. Í öðrum ákæruliðnum segir að hann hafi brotið gegn blygðunarsemi með því að hafa í einkaskilaboðum á Snapchat sett sig í samband við notanda og viðhaft kynferðislegt tal, beðið um kynferðislegar myndir og sent mynd af berum getnaðarlim sínum. Sagðist notandinn í því tilviki hafa verið 14-15 ára stúlka. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir kynferðisbrot með því að haft í vörslu sinni tvo farsíma sem sýndu 85 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hafði hann aflað þeirra í samskiptum við aðila a samfélagsmiðlunum Kik og Snapchat á árunum 2018 til 2020. Lögregla lagði hald á símana við húsleit á heimili mannsins. Maðurinn játaði sök í málinu, en í dómi segir að hann hafi ekki átt sakaferil að baki. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum. Þá er maðurinn dæmdur til að greiða rúmlega tvær milljónir króna vegna málsvarnalauna skipaðs verjanda, þóknunar réttargæslumanns og annars sakarkostnaðar. Brotin áttu sér stað árið 2020 en í fyrsta ákærulið segir að maðurinn hafi í gegnum einkaskilaboð á Snapchat, beðið unga stúlku um kynferðislegar myndir og sent henni mynd af berum getnaðarlim sínum og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi. Í öðrum ákæruliðnum segir að hann hafi brotið gegn blygðunarsemi með því að hafa í einkaskilaboðum á Snapchat sett sig í samband við notanda og viðhaft kynferðislegt tal, beðið um kynferðislegar myndir og sent mynd af berum getnaðarlim sínum. Sagðist notandinn í því tilviki hafa verið 14-15 ára stúlka. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir kynferðisbrot með því að haft í vörslu sinni tvo farsíma sem sýndu 85 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hafði hann aflað þeirra í samskiptum við aðila a samfélagsmiðlunum Kik og Snapchat á árunum 2018 til 2020. Lögregla lagði hald á símana við húsleit á heimili mannsins. Maðurinn játaði sök í málinu, en í dómi segir að hann hafi ekki átt sakaferil að baki.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira