Hvernig vill fullorðna fólkið hafa Laugardalinn? Ævar Harðarson skrifar 9. júní 2022 09:30 Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga. Innan þessara hverfa eru hverfiseiningar eins og Tún, Teigar, Lækir, Laugarás, Sund, Langholt, Heimar og Voga ásamt nýjum hverfishlutum við Kirkjusand og í nýju Vogabyggðinni. Útivistar- og Íþróttasvæðið í Laugardalnum tengist þessari vinnu órjúfanlegum böndum sem mikilvægt almenningsrými fyrir íbúa í þessum hverfum sem og allra borgarbúa. Börnin hugmyndarík Hugmyndasöfnun vegna hverfisskipulags byrjað í mars með opnu húsi sem stóð dagana 28. mars til 3. apríl undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þá komu í heimsókn um 1.300 nemendur úr öllum fjórum skólunum í borgarhlutanum og um 250 fullorðnir íbúar. Gestir á opna húsinu lögðu fram um 4.800 ábendingar og hugmyndir. Samtímis fór fram netkönnun um ferðaleiðir og nýtingu á almenningsrýmum í Laugardalnum sem um 400 manns tók þátt í. Mikið af þeim hugmyndum sem hafa safnast snúa að því hvernig bæta megi þjónustu í hverfunum og gera þau öruggara sérstaklega fyrir börn. Fjöldi hugmynda fjalla um málefni íþrótta- og útvistarsvæðisins í Laugardal og hvernig mengi bæta íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni. Laugardalurinn úr lofti.Mats Wibe Lund Byggt á öllum þessum hugmyndum, sérstaklega frá börnunum, verður hægt að þróa mjög góðar skipulagstillögur um hvernig gera má hverfin í Laugardal afbragðs góð fyrir börn. Og góð hverfi fyrir börn er góð fyrir alla. Í vinnu við hverfisskipulag þarf líka að taka mið af þörfum og sjónarmiðum hinna fullorðnu. Þess vegna leitum við nú til ykkar kæru íbúar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi hverfið. Það getið þið gert með því að taka þátt í netkönnun okkar hér: Borgarhluti 4 – Laugardalur. Ný torg og borgargötur Netkönnunin verður opin i tvær viku. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verð notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný en samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Allar upplýsingar um vinnu við hverfisskipulagið í Laugardal og netkönnunina er hægt finna á sérstakri kynningarsíðu sjá hér. Leggið ykkar af mörkum og hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipualg fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar í þar: Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi. Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg. Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfana. Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta og hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortu er á í borginni um þessar mundir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga. Innan þessara hverfa eru hverfiseiningar eins og Tún, Teigar, Lækir, Laugarás, Sund, Langholt, Heimar og Voga ásamt nýjum hverfishlutum við Kirkjusand og í nýju Vogabyggðinni. Útivistar- og Íþróttasvæðið í Laugardalnum tengist þessari vinnu órjúfanlegum böndum sem mikilvægt almenningsrými fyrir íbúa í þessum hverfum sem og allra borgarbúa. Börnin hugmyndarík Hugmyndasöfnun vegna hverfisskipulags byrjað í mars með opnu húsi sem stóð dagana 28. mars til 3. apríl undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þá komu í heimsókn um 1.300 nemendur úr öllum fjórum skólunum í borgarhlutanum og um 250 fullorðnir íbúar. Gestir á opna húsinu lögðu fram um 4.800 ábendingar og hugmyndir. Samtímis fór fram netkönnun um ferðaleiðir og nýtingu á almenningsrýmum í Laugardalnum sem um 400 manns tók þátt í. Mikið af þeim hugmyndum sem hafa safnast snúa að því hvernig bæta megi þjónustu í hverfunum og gera þau öruggara sérstaklega fyrir börn. Fjöldi hugmynda fjalla um málefni íþrótta- og útvistarsvæðisins í Laugardal og hvernig mengi bæta íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni. Laugardalurinn úr lofti.Mats Wibe Lund Byggt á öllum þessum hugmyndum, sérstaklega frá börnunum, verður hægt að þróa mjög góðar skipulagstillögur um hvernig gera má hverfin í Laugardal afbragðs góð fyrir börn. Og góð hverfi fyrir börn er góð fyrir alla. Í vinnu við hverfisskipulag þarf líka að taka mið af þörfum og sjónarmiðum hinna fullorðnu. Þess vegna leitum við nú til ykkar kæru íbúar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi hverfið. Það getið þið gert með því að taka þátt í netkönnun okkar hér: Borgarhluti 4 – Laugardalur. Ný torg og borgargötur Netkönnunin verður opin i tvær viku. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verð notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný en samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Allar upplýsingar um vinnu við hverfisskipulagið í Laugardal og netkönnunina er hægt finna á sérstakri kynningarsíðu sjá hér. Leggið ykkar af mörkum og hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipualg fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar í þar: Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi. Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg. Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfana. Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta og hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortu er á í borginni um þessar mundir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar