Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2022 15:29 Rannsakendur og þátttakendur. Memorial Sloan-Kettering Cancer Center Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð. Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab. Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab.
Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira