Árangursrík heilbrigðisstefna? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2022 12:00 Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun