Áfangi í baráttunni fyrir húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 20. maí 2022 14:00 Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun