Áfangi í baráttunni fyrir húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 20. maí 2022 14:00 Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar