„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2022 11:01 Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingar á Akranesi Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að. Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00