„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 10:05 Madison Cawthorn hafði gert félaga sína í Repúblikanaflokknum reiða. AP/Nell Redmond Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira