Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:20 Strax frá birtingu fyrstu talna úr Reykjavík í nótt var ljóst að meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna væri fallinn og Framsóknarflokkurinn kominn í lykilstöðu. Vísir/Vilhelm Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. Framsóknarflokkurinn fór úr því að eiga engan fulltrúa í borgarstjórn í að verða þriðji stærsti flokkurinn í borginni með fjóra. Sigur flokksins ásamt sameiginlegu tapi Samfylkingarinnar og Viðreisnar á þremur borgarfulltrúum áttu stærstan þátt í falli meirihlutans í borginni. Hann fékk samanlagt tíu fulltrúa en tólf þarf að lágmarki til að mynda meirihluta í Reykjavík. Einar Þorsteinsson nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafa mikið um það að segja hvers konar meirihluti verður myndaður í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Í stjórnmálum þykir yfirleitt eftirsóknarvert að mynda meirihluta með sem fæstum flokkum. Raunhæfasti og nánast eini möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata með tólf fulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún getur vel við unað með árangur Pírata í kosningum og gæti leikið stórt hlutverk í fæðingu nýs meirihluta í borginni.Vísir/Vilhelm Ef Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við þá flokka sem misstu meirihlutann í gær hefði sá fimm flokka meirihluti 14 fulltrúa. Grafík/Kristján Jónsson Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins hefði tólf fulltrúa. En Sósíalistar hafa þrengt stöðu sína með því að útiloka fyrirfram samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Vinstri græn gætu myndað 13 manna meirihluta. Það gætu einnig Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Viðreisn gert. Grafík/Kristján Jónsson Ef síðan er horft til möguleika á meirihlutamyndunum með þátttöku Sjálfstæðisflokksins gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins myndað tólf manna meirihluta. Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er hér fyrir miðri mynd með eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, náði betri árangri í kosningunum en flestar kannanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Það gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Vinstri græn og Flokkur fólksins einnig gert. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Vinstri græn gætu sömuleiðis myndað tólf manna meirihluta. Ólíklegasti meirihlutinn en þó pólitískt möglegur væri meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar með fimmtán fulltrúa. Þar væri Framsóknarflokkurinn í því lykilhlutverki sem hann hélt gjarnan fram í kosningabaráttunni, það er að segja verið sá flokkur sem leiddi saman flokka frá hægri og vinstri í miðjustjórn. Rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 greindi Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna frá því á Facebook-síðu sinni að hún og flokkur hennar muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um myndun nýs m eirihluta í borginni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fór úr því að eiga engan fulltrúa í borgarstjórn í að verða þriðji stærsti flokkurinn í borginni með fjóra. Sigur flokksins ásamt sameiginlegu tapi Samfylkingarinnar og Viðreisnar á þremur borgarfulltrúum áttu stærstan þátt í falli meirihlutans í borginni. Hann fékk samanlagt tíu fulltrúa en tólf þarf að lágmarki til að mynda meirihluta í Reykjavík. Einar Þorsteinsson nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafa mikið um það að segja hvers konar meirihluti verður myndaður í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Í stjórnmálum þykir yfirleitt eftirsóknarvert að mynda meirihluta með sem fæstum flokkum. Raunhæfasti og nánast eini möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata með tólf fulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún getur vel við unað með árangur Pírata í kosningum og gæti leikið stórt hlutverk í fæðingu nýs meirihluta í borginni.Vísir/Vilhelm Ef Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við þá flokka sem misstu meirihlutann í gær hefði sá fimm flokka meirihluti 14 fulltrúa. Grafík/Kristján Jónsson Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins hefði tólf fulltrúa. En Sósíalistar hafa þrengt stöðu sína með því að útiloka fyrirfram samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Vinstri græn gætu myndað 13 manna meirihluta. Það gætu einnig Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Viðreisn gert. Grafík/Kristján Jónsson Ef síðan er horft til möguleika á meirihlutamyndunum með þátttöku Sjálfstæðisflokksins gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins myndað tólf manna meirihluta. Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er hér fyrir miðri mynd með eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, náði betri árangri í kosningunum en flestar kannanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Það gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Vinstri græn og Flokkur fólksins einnig gert. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Vinstri græn gætu sömuleiðis myndað tólf manna meirihluta. Ólíklegasti meirihlutinn en þó pólitískt möglegur væri meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar með fimmtán fulltrúa. Þar væri Framsóknarflokkurinn í því lykilhlutverki sem hann hélt gjarnan fram í kosningabaráttunni, það er að segja verið sá flokkur sem leiddi saman flokka frá hægri og vinstri í miðjustjórn. Rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 greindi Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna frá því á Facebook-síðu sinni að hún og flokkur hennar muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um myndun nýs m eirihluta í borginni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00