Þurfa allir að eiga húsnæði? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 13. maí 2022 12:11 Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun