Setjum fólkið í fyrsta sæti! Jakob Frímann Magnússon skrifar 12. maí 2022 22:32 Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Akureyri Jakob Frímann Magnússon Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda. Fyrstu krónum skattgreiðandans ber samkvæmt fornri hefð að verja til öryggismála, þ.e. húsnæðisöryggis, fæðuöryggis og öryggis gegn glæpum. Við í Flokki fólksins orðum þetta með einföldum og skýrum hætti: Fólkið fyrst – svo allt hitt! Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Áherslur stjórnvalda hafa því miður ekki speglað þessa grunnþætti sem skyldi. Alvarlegur skortur er á húsnæði og kostnaður við að leigja eða kaupa húsnæði er í sögulegu hámarki. Matarkarfan á Íslandi er ein sú dýrasta í heimi og u.þ.b. tíundi hluti okkar ríku þjóðar má horfast í augu við fátækt og tóman ísskáp um miðjan hvern mánuð eða fyrr. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru nefnilega ekki einkaréttur útvalinna! Dvínandi öryggistilfinning Öryggistilfinng fer hér þverrandi, ekki síst meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Á sama tíma og stríð geisar í austurvegi fer glæpatíðni vaxandi á Íslandi, heimilisofbeldi og líkamsárásir á götum úti virðast löggæslunni í landinu um megn að sporna við. Öryggistilfinning venjulegs fólks hraðminnkar á meðan skemmdarverkum fjölgar frá degi til dags á heimilum og húseignum venjulegs fólks. Ekkert viðnám er lengur veitt gegndarlausu kroti á húsveggjum um alla Reykjavíkurborg og verst er ástandið í miðborginni sem vekur óhug þeirra sem um fara. Þrif á veggjum, götum og gangstéttum eru í sögulegu lágmarki. Allt skerðir þetta öryggistilfinningu og líðan þeirra sem um fara og fyrir verða. Farsæl forystusveit Kvíði og þunglyndi eru í reynd alvarlegt heilbrigðisvandamál og Íslendingar eiga nú heimsmet í neyslu kvíðastillandi lyfja. Það eitt og sér væri verðugt rannsóknarefni. Svo vill til að framboðslistar Flokks fólksins bæði í Reykjavík og á Akureyri njóta forystu sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, hefur um árabil sinnt viðkvæmustu hópum samfélagsins af kostgæfni. Hún ásamt Helgu Þórðardóttur kennara, Einari S. Guðmundssyni kerfisfræðingi, Natalie G. Gunnarsdóttur stuðningsfulltrúa og Rúnari Sigurjónssyni vélsmiði myndar glæsilegan forystukvintett Flokks fólksins í Reykjavík. Þetta er samstilltur hópur sem hægt er að treysta. Á Akureyri er það geðlæknirinn farsæli, Brynjólfur Ingvarsson, sem fer fyrir glæstri forystusveit sem einnig inniber hjúkrunarfræðinginn Málfríði S. Þórðardóttur, sagnfræðinginn Jón Hjaltason, Hannesínu Scheving, kennara, og Tinnu Guðmundsdóttur, hjúkrunarnema. Allt á þetta góða fólk að sameiginlegt að hafa gert að sínum einkunnarorð Flokks fólksins um að hafa sjálft fólkið í fyrirrúmi, öryggi þess, velferð og vellíðan. Áherslur þessa góða fólks í stjórnmálum eru skapandi tilbrigði við sjálft lykilstef Flokks fólksins. Valið um helgina er því einfalt: Við setjum x við F – Flokk fólksins! Greinarhöfundur er alþingismaður Flokks fólksins á NA kjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar