Valsfjölskylda gæti hafa varið 250 þúsund krónum í miða á tveimur mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 08:01 Stuðningsmenn Vals á öllum aldri hafa skemmt sér vel síðustu vikurnar. vísir/Hulda Margrét Valsarar ætla sér að vera stórveldi í stóru boltagreinunum þremur, hjá konum og körlum, eins og síðustu vikur hafa sýnt svo glögglega. Stuðningsmenn Vals gætu mögulega mætt á 29 heimaleiki á aðeins tveimur mánuðum. Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira