

Bónus-deild kvenna
Leikirnir

„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“
Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90.
Fréttir í tímaröð

Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl
Haukar eru deildarmeistarar Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir að pakka silfurliði Njarðvíkur saman í lokaumferð deildarkeppninnar. Nú tekur við úrslitakeppni sem og umspil um sæti í deildinni.

Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Grindavík vann eins nauman sigur á Hamar/Þór og hugsast getur. Með því tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Hamar/Þór er á sama tíma á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

„Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“
Fimm ár eru síðan að Jónína Þórdís Karlsdóttir endurvakti kvennalið Ármanns í körfubolta. Liðið hefur nú tryggt sér sæti í efstu deild frá og með næsta tímabili. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan liðið var þar síðast.

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Þær voru margar sem lögðu m-þung lóð á vogaskálarnar í kvöld þegar Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna í körfubolta. Ein af þeim var Tinna Guðrún Alexandersdóttir en hún skoraði 23 og stal sex boltum til að leiða lið sitt í gegnum erfitt verkefni í kvöld þegar Haukar unnu Þór Ak. 97-73.

Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð
Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram i Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig á Hlíðarenda.

Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar
Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina.

Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur
Tindastólskonur enduðu átta leikja taphrinu sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld og unnu sinn fyrsta deildarleik síðan í byrjun janúar. Sigur sem gæti farið langt með að koma þeim í úrslitakeppnina.

„Við eigum að skammast okkar“
Þjálfari Grindavíkurliðsins talaði ekki undir rós eftir tap liðsins á Sauðárkróki í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik
Aþena hefur verið að bíta frá sér síðan að liðið féll úr Bónus deild kvenna í körfubolta á dögunum en þrátt fyrir góða stöðu í hálfleik þá réðu Aþenukonur ekki við Stjörnukonur þegar á reyndi í kvöld.

Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir
Stjörnumenn unnu stórsigur á vængbrotnum nágrönnum sínum í liði Álftaness í kvöld í baráttunni um montréttinn í Garðabæ í Bónus deild karla í körfubolta.

„Þetta var gott próf fyrir okkur“
Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn.

Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu
Aþena, sem er fallið úr Bónus deild kvenna í körfubolta, bætti í kvöld enn ofan á vandræði og vonleysi Tindstólskvenna.

Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri.

Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum
Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77.

„Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“
Hamar/Þór vann í kvöld mikilvægan sigur gegn Stjörnunni 72-78. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Hákon Hjartarson þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðu sinna kvenna.

Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri
Hamars/Þórs konur sóttu tvö stig í Garðabæinn í neðri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þær unnu þá Stjörnuna 78-72.

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105.

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71.

Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið
Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri.

„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“
Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80.

Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð
Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.

Valskonur unnu meistarana
Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.