„Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 07:31 Jónína Þórdís, leikmaður Ármanns, hefur lagt sitt á vogaskálarnar til þess að koma kvennaliði félagsins í körfubolta aftur á laggirnar. Nú er það búið að tryggja sér sæti í efstu deild Vísir/Sigurjón Ólason Fimm ár eru síðan að Jónína Þórdís Karlsdóttir endurvakti kvennalið Ármanns í körfubolta. Liðið hefur nú tryggt sér sæti í efstu deild frá og með næsta tímabili. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan liðið var þar síðast. Ármann hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í fyrstu deildinni á yfirstandandi tímabili og unnið alla leiki sína til þessa. Með sigri gegn B-liði Stjörnunnar á dögunum var sæti í efstu deild á næsta tímabili tryggt. „Þetta var náttúrulega bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikmaður liðsins um stundina þegar að sætið var tryggt. „Þetta hefur verið löng vegferð hjá okkur og ég held ég geti talað fyrir allt liðið þegar að ég segi að þetta hafi verið alveg stórkostleg stund.“ Bónus deildin bíður eftir kvennaliði Ármanns.Aðsend mynd Stóð á krossgötum Jónína hefur gegnt lykilhlutverki í endurvakningu kvennaliðsins hjá uppeldisfélaginu. Hugmynd sem kviknaði hjá henni þegar að hún stóð fimmtán ára gömul á krossgötum. „Ármann er mitt uppeldisfélag og þegar að ég vildi fara spila í meistaraflokki rak ég mig á það að það væri ekkert lið. Ég skipti því um félag til þess að fara spila í efstu deild, spilaði þar fyrir Val og Stjörnuna, en svo hætti ég í körfubolta sautján ára gömul, spilaði ekki í þrjú ár.“ Jónína fer síðan að þjálfa yngri flokka hjá Ármanni þar sem einn af núverandi leikmönnum meistaraflokksins, Auður Hreinsdóttir, viðraði áhyggjur sínar við hana því hún vildi ekki fara frá Ármanni til að spila í meistaraflokki. „Hún spyr mig um ráð. Á þessum tíma stóð ekki til hjá mér að fara spila aftur en ég segi við hana eiginlega án þess að hugsa „þú ert ekki að fara neitt, ég er að fara stofna meistaraflokkslið.“ Auður er nú frekar róleg týpa en varð svo svakalega spennt fyrir þessu að ég einhvern vegin gat ekki tekið þetta til baka. Ég fer því og ræði þetta við pabba og hann er til í þetta.“ „Pabbi ég er komin með tólf leikmenn“ Faðir Jónínu er Karl Guðlaugsson, núverandi þjálfari og formaður köruknattleiksdeildar Ármanns. „Ég fór að hugsa hvernig við gætum gert þetta. Ég átti þarna vinkonur úr yngri landsliðunum sem voru allar að spila í efstu deild. Ég vildi fá þær til okkar en með þær spilandi í efstu deild fannst þeim þetta svolítið klikkuð hugmynd. Ég tók því upp símann, hringdi í allar stelpur sem ég vissi að væru hættar í körfubolta og mér fannst skemmtilegar, kom svo til baka í stofuna tveimur tímum seinna og sagði „pabbi ég er komin með tólf leikmenn.“ Síðan eru liðin fimm ár og eftir veru í fyrstu deild er Ármann nú aftur búið að tryggja sér sæti í efstu deild. Sæti í Bónus deildinni fagnað Aðsend mynd „Þetta hafa verið stórkostleg ár. Þegar að þetta hófst fórum við af stað í einhverja þriggja ára geggjaða vegferð þar sem að þetta var í raun og veru bara eitthvað stemningslið. En þetta var bara svo skemmtilegt. Svo fyrir síðasta tímabil, þegar að við erum að fara inn í fjórða árið, fór maður að hugsa að það gæti verið gaman að gera eitthvað meira, reyna koma liðinu upp. Við fórum að ræða þetta okkar á milli ég, pabbi og þau sem koma að liðinu. Við fengum til okkar nýja leikmenn, settum okkur þetta markmið að reyna komast upp í efstu deild.“ „Var í raun búin að missa leikgleðina“ Ætlunarverkið tókst hins vegar ekki, var í raun langt frá því að takast þar sem að Ármann komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Jónína íhugaði að láta gott heita. „Ég var alveg gríðarlega svekkt, var eiginlega alveg í öngum mínum, af því að þarna fannst mér ég hafa misst þetta stemningslið sem við stelpurnar höfðum búið til á kostnað þess að við ætluðum að vera svo ógeðslega góðar og vinna deildina. Ég var í raun búin að missa leikgleðina, pældi í því að hætta en svo fór ég til pabba og sagðist vera til í eitt ár í viðbót ef við myndum setja í fimmta gír og fara alla leið. Jónína fann leikgleðina á ný og töfrar áttu sér stað. „Við stelpurnar náðum núna að setja saman þetta fullkomna lið sem við erum búnar að reyna setja saman mjög lengi. Bæði erum við með ótrúlega sterka leikmenn sem passa vel saman inn á vellinum og ekki síður félagslega og þá eru allir sáttir með sitt hlutverk í liðinu. Bæði vorum við með geggjað lið körfuboltalega séð og móralskt lega séð. Það var draumurinn einhvern veginn.“ Leikmenn Ármanns mynda fullkomna heild innan sem utan vallar.Aðsend mynd Og að gera þetta í samfloti með pabba sínum er sérstakt. „Allir sem þekkja mig vita að ég og pabbi eigum einstakt samband. Bæði hefur hann þjálfað mig í um tuttugu ár og svo á hann fyrirtæki þar sem að ég vann fyrir hann í átta ár. Við pabbi vinnum mjög vel saman.“ Rukkar vinkonur um loforð Framundan vera í Bónus deildinni þar sem að Jónína ætlar að innheimta loforð frá vinkonum sínum í efstu deild. „Við mætum rosalega vel stemmdar. Ég á nokkrar vinkonur sem eru búnar að lofa að koma til mín þegar að við loksins komum upp. Ég er náttúrulega lögfræðingur og mun rukka þær um þessi loforð. Við ætlum bara að byggja á okkar kjarna og styrkja okkur. Erum bara rosalega spennt fyrir því.“ Tímabilin 2020-2021 og 2021-2022 var Jónína valin besti leikmaður fyrstu deildarinnar, þá var hún framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar árin 2022-2023 og 2023-2024. Jafnframt hefur hún Hefur hún jafnframt verið valin í úrvalslið fyrstu deildar þrisvar sinnum. Yfir þetta fimm ára tímabil hefði Jónína hæglega geta spilað með liði í efstu deild en hjarta hennar slær með Ármanni. „Mér finnst náttúrulega gaman í körfubolta en það er ekkert leyndarmál að ég er svolítið að þessu fyrir félagið, hef mikla ástríðu fyrir því, finnst gaman að vinna með pabba og vil gefa til baka. Jú það hafa fullt af liðum reynt að stela mér en ég held að allir viti það og ég get alveg sagt að á meðan að pabbi minn er formaður í þessu félagi mun ég ekki skipta um lið.“ Bónus-deild kvenna Ármann Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Ármann hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í fyrstu deildinni á yfirstandandi tímabili og unnið alla leiki sína til þessa. Með sigri gegn B-liði Stjörnunnar á dögunum var sæti í efstu deild á næsta tímabili tryggt. „Þetta var náttúrulega bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikmaður liðsins um stundina þegar að sætið var tryggt. „Þetta hefur verið löng vegferð hjá okkur og ég held ég geti talað fyrir allt liðið þegar að ég segi að þetta hafi verið alveg stórkostleg stund.“ Bónus deildin bíður eftir kvennaliði Ármanns.Aðsend mynd Stóð á krossgötum Jónína hefur gegnt lykilhlutverki í endurvakningu kvennaliðsins hjá uppeldisfélaginu. Hugmynd sem kviknaði hjá henni þegar að hún stóð fimmtán ára gömul á krossgötum. „Ármann er mitt uppeldisfélag og þegar að ég vildi fara spila í meistaraflokki rak ég mig á það að það væri ekkert lið. Ég skipti því um félag til þess að fara spila í efstu deild, spilaði þar fyrir Val og Stjörnuna, en svo hætti ég í körfubolta sautján ára gömul, spilaði ekki í þrjú ár.“ Jónína fer síðan að þjálfa yngri flokka hjá Ármanni þar sem einn af núverandi leikmönnum meistaraflokksins, Auður Hreinsdóttir, viðraði áhyggjur sínar við hana því hún vildi ekki fara frá Ármanni til að spila í meistaraflokki. „Hún spyr mig um ráð. Á þessum tíma stóð ekki til hjá mér að fara spila aftur en ég segi við hana eiginlega án þess að hugsa „þú ert ekki að fara neitt, ég er að fara stofna meistaraflokkslið.“ Auður er nú frekar róleg týpa en varð svo svakalega spennt fyrir þessu að ég einhvern vegin gat ekki tekið þetta til baka. Ég fer því og ræði þetta við pabba og hann er til í þetta.“ „Pabbi ég er komin með tólf leikmenn“ Faðir Jónínu er Karl Guðlaugsson, núverandi þjálfari og formaður köruknattleiksdeildar Ármanns. „Ég fór að hugsa hvernig við gætum gert þetta. Ég átti þarna vinkonur úr yngri landsliðunum sem voru allar að spila í efstu deild. Ég vildi fá þær til okkar en með þær spilandi í efstu deild fannst þeim þetta svolítið klikkuð hugmynd. Ég tók því upp símann, hringdi í allar stelpur sem ég vissi að væru hættar í körfubolta og mér fannst skemmtilegar, kom svo til baka í stofuna tveimur tímum seinna og sagði „pabbi ég er komin með tólf leikmenn.“ Síðan eru liðin fimm ár og eftir veru í fyrstu deild er Ármann nú aftur búið að tryggja sér sæti í efstu deild. Sæti í Bónus deildinni fagnað Aðsend mynd „Þetta hafa verið stórkostleg ár. Þegar að þetta hófst fórum við af stað í einhverja þriggja ára geggjaða vegferð þar sem að þetta var í raun og veru bara eitthvað stemningslið. En þetta var bara svo skemmtilegt. Svo fyrir síðasta tímabil, þegar að við erum að fara inn í fjórða árið, fór maður að hugsa að það gæti verið gaman að gera eitthvað meira, reyna koma liðinu upp. Við fórum að ræða þetta okkar á milli ég, pabbi og þau sem koma að liðinu. Við fengum til okkar nýja leikmenn, settum okkur þetta markmið að reyna komast upp í efstu deild.“ „Var í raun búin að missa leikgleðina“ Ætlunarverkið tókst hins vegar ekki, var í raun langt frá því að takast þar sem að Ármann komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Jónína íhugaði að láta gott heita. „Ég var alveg gríðarlega svekkt, var eiginlega alveg í öngum mínum, af því að þarna fannst mér ég hafa misst þetta stemningslið sem við stelpurnar höfðum búið til á kostnað þess að við ætluðum að vera svo ógeðslega góðar og vinna deildina. Ég var í raun búin að missa leikgleðina, pældi í því að hætta en svo fór ég til pabba og sagðist vera til í eitt ár í viðbót ef við myndum setja í fimmta gír og fara alla leið. Jónína fann leikgleðina á ný og töfrar áttu sér stað. „Við stelpurnar náðum núna að setja saman þetta fullkomna lið sem við erum búnar að reyna setja saman mjög lengi. Bæði erum við með ótrúlega sterka leikmenn sem passa vel saman inn á vellinum og ekki síður félagslega og þá eru allir sáttir með sitt hlutverk í liðinu. Bæði vorum við með geggjað lið körfuboltalega séð og móralskt lega séð. Það var draumurinn einhvern veginn.“ Leikmenn Ármanns mynda fullkomna heild innan sem utan vallar.Aðsend mynd Og að gera þetta í samfloti með pabba sínum er sérstakt. „Allir sem þekkja mig vita að ég og pabbi eigum einstakt samband. Bæði hefur hann þjálfað mig í um tuttugu ár og svo á hann fyrirtæki þar sem að ég vann fyrir hann í átta ár. Við pabbi vinnum mjög vel saman.“ Rukkar vinkonur um loforð Framundan vera í Bónus deildinni þar sem að Jónína ætlar að innheimta loforð frá vinkonum sínum í efstu deild. „Við mætum rosalega vel stemmdar. Ég á nokkrar vinkonur sem eru búnar að lofa að koma til mín þegar að við loksins komum upp. Ég er náttúrulega lögfræðingur og mun rukka þær um þessi loforð. Við ætlum bara að byggja á okkar kjarna og styrkja okkur. Erum bara rosalega spennt fyrir því.“ Tímabilin 2020-2021 og 2021-2022 var Jónína valin besti leikmaður fyrstu deildarinnar, þá var hún framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar árin 2022-2023 og 2023-2024. Jafnframt hefur hún Hefur hún jafnframt verið valin í úrvalslið fyrstu deildar þrisvar sinnum. Yfir þetta fimm ára tímabil hefði Jónína hæglega geta spilað með liði í efstu deild en hjarta hennar slær með Ármanni. „Mér finnst náttúrulega gaman í körfubolta en það er ekkert leyndarmál að ég er svolítið að þessu fyrir félagið, hef mikla ástríðu fyrir því, finnst gaman að vinna með pabba og vil gefa til baka. Jú það hafa fullt af liðum reynt að stela mér en ég held að allir viti það og ég get alveg sagt að á meðan að pabbi minn er formaður í þessu félagi mun ég ekki skipta um lið.“
Bónus-deild kvenna Ármann Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik