„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson var sáttur með sínar stúlkur eftir sigurinn á Þór Ak. vísir/jón gautur Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80. „Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira