Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 15:15 Kasper Schmeichel hefur mátt þola óvægna gagnrýni eftir tap Danmerkur gegn Portúgal á sunnudaginn. Getty/Miguel Lemos Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“. Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira
Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira