Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 07:31 Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar