Einn milljarður í frístundarstyrki og sérstakan sjóð fyrir hvert hverfi Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 08:16 Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Íþróttir barna Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun