Einn milljarður í frístundarstyrki og sérstakan sjóð fyrir hvert hverfi Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 08:16 Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Íþróttir barna Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar