Útrýmum umönnunarbilinu Dagný Aradóttir Pind skrifar 6. maí 2022 07:31 Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Leikskólar Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Dagný Aradóttir Pind Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar