Útrýmum umönnunarbilinu Dagný Aradóttir Pind skrifar 6. maí 2022 07:31 Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Leikskólar Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Dagný Aradóttir Pind Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar