Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. maí 2022 20:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Arnar Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Verðbólga mældist þá 7,2% í apríl og horfur hafa versnað verulega. Enn sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þessa vaxtahækkun þýða kostnaðarauka fyrir launafólk. „Þetta er svo sannarlega ekki sá stöðugi grunnur sem Seðlabankinn er að byggja framhaldið á. Við erum núna að leggja lokahönd á kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga og nú þurfum við að setjast niður og reikna út, því þessi vaxtahækkun þýðir kostnaðarauka fyrir okkar félagsfólk. Við munum hreinlega bara bæta því við okkar kröfugerð. Það er ljóst að þessi grunnur er ekki góður,“ sagði Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hækkunina ekki standast neina skoðun. „Við getum bara tekið fyrirtækin [í landinu] sem skulda fimm þúsund milljarða. Eitt prósent vaxtaauki á fyrirtækin eru fimmtíu milljarðar. Það jafngildir fimm prósenta launahækkun og ég get ekki séð hvernig Seðlabankinn getur réttlætt að auka á kostnað fyrirtækjanna með þessum hætti, með vaxtaálagi, frekar heldur en launahækkun. Þetta stenst enga skoðun,“ segir Ragnar. Munið þið fara fram með kröfu um að bæta þetta í komandi kjarasamningum? „Að sjálfsögðu gerum við það, þetta er fáránlegt útspil,“ segir Ragnar. Hann segir skýringar Seðlabankans á vaxtahækkunum um að þær skýrist af innfluttri verðbólgu ekki standast skoðun. „Það hlýtur að vera fréttnæmt í útlöndum ef Seðlabanki á Íslandi telur sig geta barist gegn verðhækkunum á bæði olíu, hrávöruverði, flutningum og fleira, með því að hækka stýrivexti á Íslandi,“ segir Ragnar. „Það er hægt að finna margar aðrar leiðir til þess að stemma stigu við húsnæðismarkaðinn, meðal annars að byggja eða mörgum þeim tækjum sem Seðlabankinn hefur, í stað þess að refsa almenningi og fyrirtækjum í landinu með þessu glórulausa útspili.“ Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Verðbólga mældist þá 7,2% í apríl og horfur hafa versnað verulega. Enn sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir þessa vaxtahækkun þýða kostnaðarauka fyrir launafólk. „Þetta er svo sannarlega ekki sá stöðugi grunnur sem Seðlabankinn er að byggja framhaldið á. Við erum núna að leggja lokahönd á kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga og nú þurfum við að setjast niður og reikna út, því þessi vaxtahækkun þýðir kostnaðarauka fyrir okkar félagsfólk. Við munum hreinlega bara bæta því við okkar kröfugerð. Það er ljóst að þessi grunnur er ekki góður,“ sagði Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hækkunina ekki standast neina skoðun. „Við getum bara tekið fyrirtækin [í landinu] sem skulda fimm þúsund milljarða. Eitt prósent vaxtaauki á fyrirtækin eru fimmtíu milljarðar. Það jafngildir fimm prósenta launahækkun og ég get ekki séð hvernig Seðlabankinn getur réttlætt að auka á kostnað fyrirtækjanna með þessum hætti, með vaxtaálagi, frekar heldur en launahækkun. Þetta stenst enga skoðun,“ segir Ragnar. Munið þið fara fram með kröfu um að bæta þetta í komandi kjarasamningum? „Að sjálfsögðu gerum við það, þetta er fáránlegt útspil,“ segir Ragnar. Hann segir skýringar Seðlabankans á vaxtahækkunum um að þær skýrist af innfluttri verðbólgu ekki standast skoðun. „Það hlýtur að vera fréttnæmt í útlöndum ef Seðlabanki á Íslandi telur sig geta barist gegn verðhækkunum á bæði olíu, hrávöruverði, flutningum og fleira, með því að hækka stýrivexti á Íslandi,“ segir Ragnar. „Það er hægt að finna margar aðrar leiðir til þess að stemma stigu við húsnæðismarkaðinn, meðal annars að byggja eða mörgum þeim tækjum sem Seðlabankinn hefur, í stað þess að refsa almenningi og fyrirtækjum í landinu með þessu glórulausa útspili.“
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28