Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 12:24 Kristrún Frostadóttir segir það grátlegt, í ljósi hækkandi verðbólgu, að ríkisstjórnin hafi hummað fram af sér allar ábendingar um blikur á lofti. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30