Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. maí 2022 12:53 Matur og drykkjarvara hefur hækkað um 5,2% á einu ári . vísir/vilhelm ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa. Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa.
Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira