Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2022 19:21 Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði vegsummerki eftir hernað Rússa í nágrenni Kænugarðs í gær og fundaði síðan með Zelenskyy Úkraínuforseta og helstu ráðamönnum öðrum í forsetahöllinni. Hann ítrekaði að innrás Rússa væri skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann hefði sagt Putin Rússlandsforseta í Moskvu fyrr í vikunni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Rússa hafa valdið úkraínsku þjóðinni óbærilegum sársauka með ólöglegri innrás sinni í frjálsa Úkraínu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Úkraína er miðdepill óbærilegrar sorgar og sársauka. Ég upplifði það mjög skýrt í dag í kringum Kíev,“ sagði í Kænugarði í gærkvöldi. Mikilvægt væri að Alþjóðaglæpadómstóllinn og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna drægi þá sem sekir væru um mannréttindabrot og aðra stríðsglæpi til ábyrgðar. „Ég vil að úkraínska þjóðin viti að heimurinn sér ykkur, heyrir í ykkur og ber lotningu fyrir þrautseigju ykkar og staðfestu,“ sagði Guterres. Ung fréttakona hjá Free Europe lést þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð í gærkvöldi og tugir fólks særðust.AP/Emilio Morenatti Skömmu eftir sameiginlegan fréttamannafund Guterres og Zelenskyys gerðu Rússar eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kænugarði. Ung fréttakona á vegum Free Europe sem Bandaríkjamenn fjármagna lést og tugir manna særðust. Volodymyr Zelenskyy segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð á sama tíma og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í borginni sýna fyrirlitningu Putins á alþjóðastofnunum.AP/Efrem Lukatsky „Þetta segir mikið um raunverulegt viðhorf Rússa til alþjóðastofnana, um tilraunir rússneskra yfirvalda til að auðmýkja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir. Þess vegna krefst þetta viðeigandi öflugra viðbragða,“ sagði Zelenskyy í dag. Bandaríkjaþing uppfærði í gær lána- og leigulögin (Lend and Lease) sem sett voru að frumkvæði Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna árið 1941 til að aðstoða Breta í stríðinu gegn Þýskalandi nasismans. Það gefur Joe Biden núverandi forseta ríkar heimildir til að koma vopnum til Úkraínumanna fljótt og örugglega án þess að slíkar ákvarðanir þurfi að fara í gegnum flókna stjórnsýslu og skrifræði. Nancy Pelosi segir úkraínsku þjóðina vera brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði Putins. VLýðræðisríkjum beri skylda til að aðstoða Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins segir tilganginn með lögunum nú hinn sama og árið 1941. „Við skulum hafa það á hreinu að Rússar gerðu innrás með það yfirlýsta markmið að binda enda á frelsi og sjálfstjórn Úkraínu,“ sagði Pelosi við afgreiðslu frumvarpsins sem nú bíður staðfestingar forsetans. Rússar hafi hins vegar mætt ótrúlega öflugri mótspyrnu Úkraínumanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og lýðræðið í heiminum öllum. „Þetta snýst um frelsi gegn einræði. Alræði gegn lýðræði. Úkraínska þjóðin berst fyrir okkur öll. Við verðum að hjálpa henni,“ sagði Nancy Pelosi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði vegsummerki eftir hernað Rússa í nágrenni Kænugarðs í gær og fundaði síðan með Zelenskyy Úkraínuforseta og helstu ráðamönnum öðrum í forsetahöllinni. Hann ítrekaði að innrás Rússa væri skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann hefði sagt Putin Rússlandsforseta í Moskvu fyrr í vikunni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Rússa hafa valdið úkraínsku þjóðinni óbærilegum sársauka með ólöglegri innrás sinni í frjálsa Úkraínu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Úkraína er miðdepill óbærilegrar sorgar og sársauka. Ég upplifði það mjög skýrt í dag í kringum Kíev,“ sagði í Kænugarði í gærkvöldi. Mikilvægt væri að Alþjóðaglæpadómstóllinn og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna drægi þá sem sekir væru um mannréttindabrot og aðra stríðsglæpi til ábyrgðar. „Ég vil að úkraínska þjóðin viti að heimurinn sér ykkur, heyrir í ykkur og ber lotningu fyrir þrautseigju ykkar og staðfestu,“ sagði Guterres. Ung fréttakona hjá Free Europe lést þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð í gærkvöldi og tugir fólks særðust.AP/Emilio Morenatti Skömmu eftir sameiginlegan fréttamannafund Guterres og Zelenskyys gerðu Rússar eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kænugarði. Ung fréttakona á vegum Free Europe sem Bandaríkjamenn fjármagna lést og tugir manna særðust. Volodymyr Zelenskyy segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð á sama tíma og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í borginni sýna fyrirlitningu Putins á alþjóðastofnunum.AP/Efrem Lukatsky „Þetta segir mikið um raunverulegt viðhorf Rússa til alþjóðastofnana, um tilraunir rússneskra yfirvalda til að auðmýkja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir. Þess vegna krefst þetta viðeigandi öflugra viðbragða,“ sagði Zelenskyy í dag. Bandaríkjaþing uppfærði í gær lána- og leigulögin (Lend and Lease) sem sett voru að frumkvæði Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna árið 1941 til að aðstoða Breta í stríðinu gegn Þýskalandi nasismans. Það gefur Joe Biden núverandi forseta ríkar heimildir til að koma vopnum til Úkraínumanna fljótt og örugglega án þess að slíkar ákvarðanir þurfi að fara í gegnum flókna stjórnsýslu og skrifræði. Nancy Pelosi segir úkraínsku þjóðina vera brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði Putins. VLýðræðisríkjum beri skylda til að aðstoða Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins segir tilganginn með lögunum nú hinn sama og árið 1941. „Við skulum hafa það á hreinu að Rússar gerðu innrás með það yfirlýsta markmið að binda enda á frelsi og sjálfstjórn Úkraínu,“ sagði Pelosi við afgreiðslu frumvarpsins sem nú bíður staðfestingar forsetans. Rússar hafi hins vegar mætt ótrúlega öflugri mótspyrnu Úkraínumanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og lýðræðið í heiminum öllum. „Þetta snýst um frelsi gegn einræði. Alræði gegn lýðræði. Úkraínska þjóðin berst fyrir okkur öll. Við verðum að hjálpa henni,“ sagði Nancy Pelosi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20