Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2022 19:21 Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði vegsummerki eftir hernað Rússa í nágrenni Kænugarðs í gær og fundaði síðan með Zelenskyy Úkraínuforseta og helstu ráðamönnum öðrum í forsetahöllinni. Hann ítrekaði að innrás Rússa væri skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann hefði sagt Putin Rússlandsforseta í Moskvu fyrr í vikunni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Rússa hafa valdið úkraínsku þjóðinni óbærilegum sársauka með ólöglegri innrás sinni í frjálsa Úkraínu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Úkraína er miðdepill óbærilegrar sorgar og sársauka. Ég upplifði það mjög skýrt í dag í kringum Kíev,“ sagði í Kænugarði í gærkvöldi. Mikilvægt væri að Alþjóðaglæpadómstóllinn og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna drægi þá sem sekir væru um mannréttindabrot og aðra stríðsglæpi til ábyrgðar. „Ég vil að úkraínska þjóðin viti að heimurinn sér ykkur, heyrir í ykkur og ber lotningu fyrir þrautseigju ykkar og staðfestu,“ sagði Guterres. Ung fréttakona hjá Free Europe lést þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð í gærkvöldi og tugir fólks særðust.AP/Emilio Morenatti Skömmu eftir sameiginlegan fréttamannafund Guterres og Zelenskyys gerðu Rússar eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kænugarði. Ung fréttakona á vegum Free Europe sem Bandaríkjamenn fjármagna lést og tugir manna særðust. Volodymyr Zelenskyy segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð á sama tíma og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í borginni sýna fyrirlitningu Putins á alþjóðastofnunum.AP/Efrem Lukatsky „Þetta segir mikið um raunverulegt viðhorf Rússa til alþjóðastofnana, um tilraunir rússneskra yfirvalda til að auðmýkja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir. Þess vegna krefst þetta viðeigandi öflugra viðbragða,“ sagði Zelenskyy í dag. Bandaríkjaþing uppfærði í gær lána- og leigulögin (Lend and Lease) sem sett voru að frumkvæði Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna árið 1941 til að aðstoða Breta í stríðinu gegn Þýskalandi nasismans. Það gefur Joe Biden núverandi forseta ríkar heimildir til að koma vopnum til Úkraínumanna fljótt og örugglega án þess að slíkar ákvarðanir þurfi að fara í gegnum flókna stjórnsýslu og skrifræði. Nancy Pelosi segir úkraínsku þjóðina vera brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði Putins. VLýðræðisríkjum beri skylda til að aðstoða Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins segir tilganginn með lögunum nú hinn sama og árið 1941. „Við skulum hafa það á hreinu að Rússar gerðu innrás með það yfirlýsta markmið að binda enda á frelsi og sjálfstjórn Úkraínu,“ sagði Pelosi við afgreiðslu frumvarpsins sem nú bíður staðfestingar forsetans. Rússar hafi hins vegar mætt ótrúlega öflugri mótspyrnu Úkraínumanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og lýðræðið í heiminum öllum. „Þetta snýst um frelsi gegn einræði. Alræði gegn lýðræði. Úkraínska þjóðin berst fyrir okkur öll. Við verðum að hjálpa henni,“ sagði Nancy Pelosi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði vegsummerki eftir hernað Rússa í nágrenni Kænugarðs í gær og fundaði síðan með Zelenskyy Úkraínuforseta og helstu ráðamönnum öðrum í forsetahöllinni. Hann ítrekaði að innrás Rússa væri skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann hefði sagt Putin Rússlandsforseta í Moskvu fyrr í vikunni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Rússa hafa valdið úkraínsku þjóðinni óbærilegum sársauka með ólöglegri innrás sinni í frjálsa Úkraínu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Úkraína er miðdepill óbærilegrar sorgar og sársauka. Ég upplifði það mjög skýrt í dag í kringum Kíev,“ sagði í Kænugarði í gærkvöldi. Mikilvægt væri að Alþjóðaglæpadómstóllinn og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna drægi þá sem sekir væru um mannréttindabrot og aðra stríðsglæpi til ábyrgðar. „Ég vil að úkraínska þjóðin viti að heimurinn sér ykkur, heyrir í ykkur og ber lotningu fyrir þrautseigju ykkar og staðfestu,“ sagði Guterres. Ung fréttakona hjá Free Europe lést þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð í gærkvöldi og tugir fólks særðust.AP/Emilio Morenatti Skömmu eftir sameiginlegan fréttamannafund Guterres og Zelenskyys gerðu Rússar eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kænugarði. Ung fréttakona á vegum Free Europe sem Bandaríkjamenn fjármagna lést og tugir manna særðust. Volodymyr Zelenskyy segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð á sama tíma og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í borginni sýna fyrirlitningu Putins á alþjóðastofnunum.AP/Efrem Lukatsky „Þetta segir mikið um raunverulegt viðhorf Rússa til alþjóðastofnana, um tilraunir rússneskra yfirvalda til að auðmýkja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir. Þess vegna krefst þetta viðeigandi öflugra viðbragða,“ sagði Zelenskyy í dag. Bandaríkjaþing uppfærði í gær lána- og leigulögin (Lend and Lease) sem sett voru að frumkvæði Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna árið 1941 til að aðstoða Breta í stríðinu gegn Þýskalandi nasismans. Það gefur Joe Biden núverandi forseta ríkar heimildir til að koma vopnum til Úkraínumanna fljótt og örugglega án þess að slíkar ákvarðanir þurfi að fara í gegnum flókna stjórnsýslu og skrifræði. Nancy Pelosi segir úkraínsku þjóðina vera brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði Putins. VLýðræðisríkjum beri skylda til að aðstoða Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins segir tilganginn með lögunum nú hinn sama og árið 1941. „Við skulum hafa það á hreinu að Rússar gerðu innrás með það yfirlýsta markmið að binda enda á frelsi og sjálfstjórn Úkraínu,“ sagði Pelosi við afgreiðslu frumvarpsins sem nú bíður staðfestingar forsetans. Rússar hafi hins vegar mætt ótrúlega öflugri mótspyrnu Úkraínumanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og lýðræðið í heiminum öllum. „Þetta snýst um frelsi gegn einræði. Alræði gegn lýðræði. Úkraínska þjóðin berst fyrir okkur öll. Við verðum að hjálpa henni,“ sagði Nancy Pelosi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20