Gagnsæi skapar ekki traust Henry Alexander Henrysson skrifar 29. apríl 2022 12:00 Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Alþingi Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun