Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 21:15 Þessir skápar hrundu í gólfið. Vísir/Egill Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. „Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný. Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira