Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 21:15 Þessir skápar hrundu í gólfið. Vísir/Egill Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. „Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný. Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Sjá meira
„Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Sjá meira