Viljum við ekki öll eldast? Guðmundur Fylkisson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Guðmundur Fylkisson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar