Loftslagsváin og litla systir hennar Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2022 21:00 Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Heimisson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun