Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 20. apríl 2022 17:01 Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun