Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. maí 2022 16:00 Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Innflytjendamál Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda. Þá er verið að tengja saman fjölmenningarleg samfélög og koma málefnum innflytjenda á framfæri. Reykjavíkurborg er til að mynda hluti af verkefni sem að heitir „Intercultural Cities“. Fjölmenningu á að nálgast á þann hátt að einblínt er á ávinningin af fjölbreytileikanum og auðlindina á bak við samfélagið, hagkerfið og menninguna sem innflytjendur færa okkur. Hvar er fjölmenningin í Kópavogi? Kópavogsbær heldur ekki úti fjölmenningarráði þrátt fyrir að um 11% íbúa bæjarins séu erlendir ríkisborgarar. Það eru um 4.300 einstaklingar. Nú er Kópavogsbær næststærsta sveitarfélag Íslands og ætti því að vera leiðandi í því að tryggja góða stefnu í fjölmenningu og gefa málefnum innflytjenda mun meiri gaum. Það er skammarlegt að ekki sé fjölmenningarráð í Kópavogi og þessu þarf að breyta strax. Standa þarf vörð um málefni innflytjenda í bænum til þess að Kópavogur horfi til framtíðar en sé ekki staðnaður bær sem þróast ekki í takt við tímann. Við viljum búa í bæ sem fagnar og leggur mikið upp úr fjölmenningu en eins og staðan er núna er ekki að sjá að Kópavogur vilji vera leiðandi í málefnum innflytjenda. Það þarf fjölmenningarráð í Kópavogi Píratar fagna fjölbreytileika og trúa því að innflytjendur eigi að vera þátttakendur í samfélaginu með greiðan aðgang að sínum réttindum og öllu því sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Það er okkur öllum til bóta að gera betur í málefnum innflytjenda. Göngum í takt við tímann og saman inn í framtíðina. Fjölmenningarráð þarf að setja á fót í Kópavogi strax í gær. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Kópavogi og varaþingmaður.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar