Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2022 12:14 Gabríel Douane Boama slapp úr haldi eftir að dómsmál hans vegna ráns við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í gærkvöldi. Kom fram í gær að þegar var verið að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans, sleit hann sig lausan frá lögreglu. Gabríel var ákærður, ásamt fjórum öðrum, fyrir að hafa þann 18. júlí síðastliðinn, veist að einstaklingi við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur ákæruna í málinu undir höndum. Er Gabríel og félögum hans fjórum gefið að sök að hafa hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa fengið manninn til að opna fyrir aðgang að heimabanka hans og neytt hann til að millifæra alls 892 þúsund krónur í þremur millifærslum inn á bankareikning í eigu Gabríels. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og slapp Gabríel úr haldi eftir að henni lauk, eins og fyrr segir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem vill annars litlar upplýsignar um málið gefa, er Gabríel ófundinn. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hann slapp og meðal annars merkt staðsetningu sína í Vesturbæ Reykjavíkur í myndbandi í hringrás Instagram-síðu hans. Biðla til Gabríels að gefa sig fram strax Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram. Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lögreglan lýsti eftir Gabríel í gærkvöldi. Kom fram í gær að þegar var verið að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans, sleit hann sig lausan frá lögreglu. Gabríel var ákærður, ásamt fjórum öðrum, fyrir að hafa þann 18. júlí síðastliðinn, veist að einstaklingi við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur ákæruna í málinu undir höndum. Er Gabríel og félögum hans fjórum gefið að sök að hafa hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa fengið manninn til að opna fyrir aðgang að heimabanka hans og neytt hann til að millifæra alls 892 þúsund krónur í þremur millifærslum inn á bankareikning í eigu Gabríels. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og slapp Gabríel úr haldi eftir að henni lauk, eins og fyrr segir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem vill annars litlar upplýsignar um málið gefa, er Gabríel ófundinn. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hann slapp og meðal annars merkt staðsetningu sína í Vesturbæ Reykjavíkur í myndbandi í hringrás Instagram-síðu hans. Biðla til Gabríels að gefa sig fram strax Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram.
Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58