Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins.
Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur.
Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði.
Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta.
Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl.
Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á.