Askur – framtíðin á sviði mannvirkjagerðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. apríl 2022 07:31 Nýlega voru styrkir veittir í fyrsta sinn úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Sjóðurinn hefur bæði það hlutverk og þá áherslu að auka þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði mannvirkjagerðar. Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar. Sjóðurinn er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu en umsýsla hans er í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og rann umsóknarfrestur fyrir fyrstu úthlutun rann út 9. desember síðastliðinn. Alls bárust fjörutíu umsóknir og var heildaupphæð umsókna 452 milljónir króna. Til að meta umsóknir var sett á fót sérstakt fagráð sem gerir tillögu að úthlutun til innviðaráðherra sem síðan veitir styrkina samkvæmt reglum sjóðsins. Það er mikilvægt að sjóðurinn sé farinn að virka og fjármagn byrjað að streyma í hin ýmsu verkefni. Það er alveg ljóst að það er bæði þjóðfélagslega hagkvæmt og mikilvægt að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði mannvirkjagerðar. Nauðsynlegt er að efla íslenskt hugvit og kalla fram hugmyndir um notkun á íslensku hráefni í byggingariðnaði. Um leið og slíkt er gert er mikilvægt er að leita leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna. Það verður einungis gert með aukinni nýsköpun á þessu sviði og frekari rannsóknum hér á landi. Stóra myndin segir okkur það að byggingariðnaðurinn er talinn bera ábyrgð á um 40% af allri losun á heimsvísu. Það er því alveg ljóst að það er til mikils að vinna og þessi stóri iðnaður sem byggingariðnaðurinn er mun geta spilað stórt hlutverk þegar kemur að úrbótum í loftslagsmálum. Ég er því mjög ánægður að sjá að áherslur sjóðsins í úthlutuninni hafi snúið að þeim samfélagslegu áskorunum sem við höfum staðið frammi fyrir í byggingariðnaði, s.s. rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Vistvænt steinsteypa með minna sementi, vistbók – gagnabanki vistvænna byggingarefna á Íslandi, fyrsta hampsteypuhús á Íslandi og hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu eru meðal verkefna sem öll fá styrk úr sjóðnum við fyrstu úthlutun. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru styrkir veittir í fyrsta sinn úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Sjóðurinn hefur bæði það hlutverk og þá áherslu að auka þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði mannvirkjagerðar. Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar. Sjóðurinn er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu en umsýsla hans er í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og rann umsóknarfrestur fyrir fyrstu úthlutun rann út 9. desember síðastliðinn. Alls bárust fjörutíu umsóknir og var heildaupphæð umsókna 452 milljónir króna. Til að meta umsóknir var sett á fót sérstakt fagráð sem gerir tillögu að úthlutun til innviðaráðherra sem síðan veitir styrkina samkvæmt reglum sjóðsins. Það er mikilvægt að sjóðurinn sé farinn að virka og fjármagn byrjað að streyma í hin ýmsu verkefni. Það er alveg ljóst að það er bæði þjóðfélagslega hagkvæmt og mikilvægt að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði mannvirkjagerðar. Nauðsynlegt er að efla íslenskt hugvit og kalla fram hugmyndir um notkun á íslensku hráefni í byggingariðnaði. Um leið og slíkt er gert er mikilvægt er að leita leiða til að draga úr kolefnisspori mannvirkja og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna. Það verður einungis gert með aukinni nýsköpun á þessu sviði og frekari rannsóknum hér á landi. Stóra myndin segir okkur það að byggingariðnaðurinn er talinn bera ábyrgð á um 40% af allri losun á heimsvísu. Það er því alveg ljóst að það er til mikils að vinna og þessi stóri iðnaður sem byggingariðnaðurinn er mun geta spilað stórt hlutverk þegar kemur að úrbótum í loftslagsmálum. Ég er því mjög ánægður að sjá að áherslur sjóðsins í úthlutuninni hafi snúið að þeim samfélagslegu áskorunum sem við höfum staðið frammi fyrir í byggingariðnaði, s.s. rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Vistvænt steinsteypa með minna sementi, vistbók – gagnabanki vistvænna byggingarefna á Íslandi, fyrsta hampsteypuhús á Íslandi og hámörkun steinefna til að lækka kolefnisspor venjulegrar og vistvænni steypu eru meðal verkefna sem öll fá styrk úr sjóðnum við fyrstu úthlutun. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar