Ágúst Bjarni Garðarsson

Fréttamynd

Hlut­fall í­búa í hverri í­búð að breytast

Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgun lóða, hér er leiðin!

Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“

Skoðun
Fréttamynd

Orð­ræða seðla­banka­stjóra veldur mér á­hyggjum

Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst.

Skoðun
Fréttamynd

Getum við sparað saman?

Við erum stöðugt að velta því fyrir okkur hvar sé hægt að gera betur í ríkisrekstri og spara fjármuni. Hvar má fara betur með fjármuni almennings? Það hafa ýmsir uppi miklar hugmyndir sem þó eru settar í þann eina búning að báknið sé stöðugt að þenjast út og það þurfi að koma í veg fyrir það án nokkurra tillagna.

Skoðun
Fréttamynd

Stutt við barna­fjöl­skyldur

Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna.

Skoðun
Fréttamynd

Góðar að­gerðir skila árangri, en meira þarf til

Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta lands­á­ætlun Ís­lands um sjald­gæfa sjúk­dóma

Skömmu fyrir páska skilaði vinnuhópur á vegum Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, drögum að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma. Landsáætlun er ætlað að vera leiðbeinandi um þjónustu við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem falla undir skilmerki um sjaldgæfa sjúkdóma.

Skoðun
Fréttamynd

Mark­vissar að­gerðir munu skila árangri á hús­næðis­markaði

Of hátt vaxtastig og hert lánþegaskilyrði hafa haft letjandi áhrif á framkvæmdaaðila með þeim afleiðingum að við erum ekki að byggja nauðsynlegt magn íbúða til að anna eftirspurn. Á sama tíma sjáum við marga sem hafa góða greiðslugetu og mikinn vilja til að komast út á markaðinn og eignast húsnæði falla á greiðslumati.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn stendur með bændum og neyt­endum

Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, framleiðendafélög. Þær miklu umræður sem fylgt hafa í kjölfarið hafa væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni enda hafa stór orð verið látin falla sem eiga ekki öll rétt á sér.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða um aukna vel­sæld

Skrifað hefur verið undir langtíma kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og SGS, Eflingar og Samiðnar – breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Skörp stefnu­breyting Sam­fylkingarinnar

Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­þarfa sóun úr sam­eigin­legum sjóðum?

Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um hvalrekaskatt

Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur?

Skoðun
Fréttamynd

Tals­maður nýrra skatta, eða sann­girni?

Undanfarið hefur mér verið tíðrætt um svokallaðan hvalrekaskatt. Að setja á tímabundinn skatt, við þær óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi, á hagnað fjármálafyrirtækja sem sömuleiðis er tilkominn vegna óvenjulegra aðstæðna.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­vinnu­verk­efni um lægri verð­bólgu og vexti

Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem er vilji, þar er vegur

Undirritaður var í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöldið og ræddi þar um húsnæðismál og hvernig okkur á að takast að byggja nægilegt magn íbúða svo mæta megi þeim áskorunum sem nú blasa við okkur. Það er hægt.

Skoðun
Fréttamynd

Betri tíð í samgöngumálum

Þau sem fylgst hafa með um­ræðum um sam­göngu­mál á höfuð­borgar­svæðinu síðustu árin og ára­tugina hafa orðið vitni af stöðugum á­greiningi milli ríkis og sveitar­fé­laga og þá sér­stak­lega á milli ríkis og Reykja­víkur­borgar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna má ekki ræða hag­ræðingu?

Síðustu daga hefur sprottið upp mikil og ekki síður mikilvæg umræða um framtíð menntunar og menntastofnana. Menntamálaráðherra ákvað í lok apríl síðastliðnum að setja af stað könnun um aukið samstarf eða sameiningu nokkurra framhaldsskóla á landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Skynsamleg skref í hárrétta átt

Nýsamþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir sparnaði í ríkisrekstri með það að markmiði að draga úr verðbólguþrýstingi. Lagt er upp með aðhald á næsta ári upp á 8,8 milljarða króna með auknum sparnaði í rekstri stofnana, sérstöku viðbótaraðhaldi á aðalskrifstofur ráðuneyta og frestun fjárfestinga.

Skoðun
Fréttamynd

Við búum í góðu samfélagi

Árið 2020 var samþykkt tillaga í ríkisstjórn Íslands um notkun svokallaðra velsældarvísa. Velsældarvísar eru mælingar sem gefa yfirsýn yfir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og eru mikilvægir til að tryggja að árangur sé mældur út frá velsæld samfélaga en ekki eingöngu á efnahagslegum forsendum. Mælingar sýna að Ísland stendur sig mjög vel og hér er gott að búa.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö­földun Reykja­nes­brautarinnar, takk fyrir!

Það var á sumarmánuðum 2019 sem þáverandi bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófu viðræður við innviðaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um að flýta framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að mislægum gatnamótum við Krýsuvík. Þetta krafðist mikillar vinnu og meðal annars góðs samstarfs við Vegagerðina, Carbfix og álverið í Straumsvík um skipulagsmál á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Að ná tökum á á­standi með skyn­sam­legum að­gerðum

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að stjórnmálin um heim allan eru með vindinn í fangið þessi misserin. Hækkanir á hækkanir ofan dynja á almenningi víða um heim og við hér á Íslandi erum ekki undanskilin og finnum fyrir þeim. Þá gildir einu hvort við séum að horfa á húsnæðislánin okkar, matarkörfuna, tryggingarnar eða hvað eina annað. Afleiðingar af þessum hækkunum er að almenningur í landinu fær minna fyrir krónurnar sínar. Ráðstöfunarfé er minna, ef nokkuð, hjá fólki í lok mánaðarins. Eðli máls samkvæmt skapar þetta óánægju í garð valdhafa og fylgið fer á flakk.

Skoðun
Fréttamynd

Gul við­vörun verður rauð ef ekkert er að gert

Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Djúpið í örum vexti!

Við verðum að tryggja fleiri stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar. Já, við vitum, að þú hefur heyrt þetta nokkrum sinnum áður. En við viljum segja þér frá atvinnugrein sem er að skapa störf og það mjög fjölbreytt störf í samfélagi sem hefur verið í varnarbaráttu allt of lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Langþráð úttekt á tryggingamarkaði

Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Gul viðvörun í húsnæðiskortinu

Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö­földun Reykja­nes­brautar bætir um­ferðar­öryggi

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi.

Skoðun