Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 30. janúar 2025 07:31 Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun