Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2022 19:31 Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20