Vilja til Rússlands en flykkjast til Íslands í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 21:01 Laxveiðisumarið fer senn að hefjast á Íslandi. Vorveiði í sjóbirting er þegar komin á fullt. vísir/Jóhann K Ísland er orðið eftirsóttasta laxveiðilandið nú þegar erfitt er að komast til Rússlands að veiða. Það stefnir allt í gott laxveiðisumar í ár. Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur. Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur.
Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira