Einhugur hjá Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir ólíkar skoðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 20:00 Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. visir Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni segir lista flokksins starfa af einhug fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor þrátt fyrir ólíkar skoðanir innan hans. Tvær ungar konur voru kjörnar í forystu í prófkjöri um helgina sem marki söguleg tíðindi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44