Einhugur hjá Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir ólíkar skoðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 20:00 Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. visir Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni segir lista flokksins starfa af einhug fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor þrátt fyrir ólíkar skoðanir innan hans. Tvær ungar konur voru kjörnar í forystu í prófkjöri um helgina sem marki söguleg tíðindi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent