„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 13:46 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“ Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“
Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira