Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim Davíð Bergmann skrifar 18. mars 2022 17:01 Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun