Fær 1,3 milljónir í bætur vegna uppsagnar eftir tilkynningu um óléttu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 10:43 Konan hafði verið við vinnu í einn dag og tvo klukkutíma þegar henni var sagt upp. Myndin er ótengd fréttinni. Vísir/Vilhelm Leikskóla í Reykjavík hefur verið gert að greiða leikskólakennara, sem var rekinn átján dögum eftir að hann hóf störf á skólanum, tæpar 1,3 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar. Málið má rekja aftur til septembermánaðar 2019 þegar leikskólakennarinn var ráðinn sem deildarstjóri á leikskólann. Samkomulag um ráðningu náðist 16. september og var fyrirhugaður fyrsti starfsdagur 1. nóvember sama ár. Leikskólakennarinn á barn, sem var þá tíu mánaða, sem hafði fengið pláss á öðrum leikskóla sem rekinn var af þeim sama og sá leikskóli sem hún var ráðin á. Daginn eftir að hafa farið með barn sitt í aðlögun á leikskólann, 28. október, mætti konan til fundar hjá leikskólastjóra skólans sem barnið fór í aðlögun á og aðstoðarleikskólastjóra þess skóla sem hún var ráðin á. Þar kvartaði hún yfir aðbúnaði á leikskóla barnsins og sagðist ekki ætla að koma aftur með barn sitt þangað. Sagt upp eftir einn dag í vinnu Hún mætti svo til starfa föstudaginn 1. nóvember 2019 þar sme hún var kynnt öðru starfsfólki áður en hún fór aftur heim. Dagana 4. til 6. nóvember var hún frá vinnu vegna veikinda. 7. nóvember skrifaði hún undir ótímabundinn ráðningarsamning. Eftir að undir samninginn var skrifað tilkynnti konan aðstoðarleikskólastjóranum að hún væri barnshafandi og þá komin tíu vikur á leið. Konan var aftur frá vinnu dagana 8. til 15. nóvember. Þegar hún mætti svo til vinnu mánudaginn 18. nóvember var hún kölluð inn á fund þar sem henni var sagt upp störfum og henni afhent uppsagnarbréf. Í uppsagnarbréfinu kom fram að henni væri sagt upp störfum á reynslutíma með eins mánaða fyrirvara, miðað við mánaðamót. Ekki var óskað eftir því að hún starfaði á uppsagnartímanum. Ástæður sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru þær að konan hafi verið mikið fjarverandi vegna veikinda og skortur hafi verið á trausti. Ástæða þess ekki aðeins ítrekuð forföll heldur einnig það að konan hafi ekki greint frá því að hún væri barnshafandi áður en hún undirritaði ráðningarsamninginn. Lög um fæðingarorlof vegi þyngra en dómar Hæstarétts um uppsagnir á reynslutíma Konan leitaði til Kennarasambands Íslands sem fyrir hennar hönd hafði samband við Samtök atvinnulífsins, sem leikskólinn hafði leitað til. SA sendi fyrir hönd leikskólans ítarlegri stuðning fyrir uppsögn leikskólakennarans. Þar kom fram að uppsögnin hafi átt sér stað á reynslutíma, hún hafi virst áhugalaus, óörugg og ítrekað tilkynnt fjarvistir á þeim stutta tíma sem hún hafði verið við störf. Þá hafi konan sjálf nefnt það á fundi 18. nóvember að hún væri óviss með framhaldið og íhugaði að segja upp. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lög um fæðingar- og foreldrarorlof, þar sem á er kveðið að ekki sé heimilt að segja upp starfsmanni vegna fyrirhugaðra barneigna, trompi dóma Hæstarétts þess efnis að á reynslutíma þurfi ekki að rökstyðja uppsögn. Þá kemur fram í niðurstöðu dómsins að rökstuðningur leikskólans um að leikskólakennarinn hafi verið óöruggur frá fyrstu stundu, mikið hafi vantað upp á traust milli aðila og að konan hafi verið áhugalaus og ítrekað fjarverandi standist ekki. Þá hafi komið fram í skýrslutöku fyrir dómi að stjórnendur leikskólans hafi ltið svo á að ákvörðun konunnar um að þiggja ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt hafi falið í sér vantraust á starfsemi leikskólanna. Engar gildar ástæður fyrir uppsögninni „Athugasemdir stefnanda sem foreldris 10 mánaða gamals barns við aðbúnað á öðrum leikskóla, sem stefndi rekur, eru ekki gildar ástæður fyrir uppsögn. Þegar ákvörðun var tekin um að segja stefnanda upp störfum hafði hún einungis verið við vinnu í einn dag og tvær klukkustundir, “ segir í dómnum. „Ekki er við því að búast að starfsmaður ávinni sér sérstakt traust á svo skömmum tíma og þessi takmarkaði tími gaf ekki tilefni til að draga afgerandi ályktanir um áhuga stefnanda á starfinu og getu til að sinna því. Þó veikindi í upphafi starfssambands séu vissulega óheppileg, þá er óumdeilt að stefnandi var fjarverandi vegna veikinda á þessum tíma og því um lögmæt forföll að ræða.“ Þá segir að leikskólinn hafi ekki sýnt fram á að hann hafi haft gildar ástæður til uppsagnarinnar, sem teljist því ólögmæt og skaðabótaskyld. Dómsmál Leikskólar Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Málið má rekja aftur til septembermánaðar 2019 þegar leikskólakennarinn var ráðinn sem deildarstjóri á leikskólann. Samkomulag um ráðningu náðist 16. september og var fyrirhugaður fyrsti starfsdagur 1. nóvember sama ár. Leikskólakennarinn á barn, sem var þá tíu mánaða, sem hafði fengið pláss á öðrum leikskóla sem rekinn var af þeim sama og sá leikskóli sem hún var ráðin á. Daginn eftir að hafa farið með barn sitt í aðlögun á leikskólann, 28. október, mætti konan til fundar hjá leikskólastjóra skólans sem barnið fór í aðlögun á og aðstoðarleikskólastjóra þess skóla sem hún var ráðin á. Þar kvartaði hún yfir aðbúnaði á leikskóla barnsins og sagðist ekki ætla að koma aftur með barn sitt þangað. Sagt upp eftir einn dag í vinnu Hún mætti svo til starfa föstudaginn 1. nóvember 2019 þar sme hún var kynnt öðru starfsfólki áður en hún fór aftur heim. Dagana 4. til 6. nóvember var hún frá vinnu vegna veikinda. 7. nóvember skrifaði hún undir ótímabundinn ráðningarsamning. Eftir að undir samninginn var skrifað tilkynnti konan aðstoðarleikskólastjóranum að hún væri barnshafandi og þá komin tíu vikur á leið. Konan var aftur frá vinnu dagana 8. til 15. nóvember. Þegar hún mætti svo til vinnu mánudaginn 18. nóvember var hún kölluð inn á fund þar sem henni var sagt upp störfum og henni afhent uppsagnarbréf. Í uppsagnarbréfinu kom fram að henni væri sagt upp störfum á reynslutíma með eins mánaða fyrirvara, miðað við mánaðamót. Ekki var óskað eftir því að hún starfaði á uppsagnartímanum. Ástæður sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru þær að konan hafi verið mikið fjarverandi vegna veikinda og skortur hafi verið á trausti. Ástæða þess ekki aðeins ítrekuð forföll heldur einnig það að konan hafi ekki greint frá því að hún væri barnshafandi áður en hún undirritaði ráðningarsamninginn. Lög um fæðingarorlof vegi þyngra en dómar Hæstarétts um uppsagnir á reynslutíma Konan leitaði til Kennarasambands Íslands sem fyrir hennar hönd hafði samband við Samtök atvinnulífsins, sem leikskólinn hafði leitað til. SA sendi fyrir hönd leikskólans ítarlegri stuðning fyrir uppsögn leikskólakennarans. Þar kom fram að uppsögnin hafi átt sér stað á reynslutíma, hún hafi virst áhugalaus, óörugg og ítrekað tilkynnt fjarvistir á þeim stutta tíma sem hún hafði verið við störf. Þá hafi konan sjálf nefnt það á fundi 18. nóvember að hún væri óviss með framhaldið og íhugaði að segja upp. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lög um fæðingar- og foreldrarorlof, þar sem á er kveðið að ekki sé heimilt að segja upp starfsmanni vegna fyrirhugaðra barneigna, trompi dóma Hæstarétts þess efnis að á reynslutíma þurfi ekki að rökstyðja uppsögn. Þá kemur fram í niðurstöðu dómsins að rökstuðningur leikskólans um að leikskólakennarinn hafi verið óöruggur frá fyrstu stundu, mikið hafi vantað upp á traust milli aðila og að konan hafi verið áhugalaus og ítrekað fjarverandi standist ekki. Þá hafi komið fram í skýrslutöku fyrir dómi að stjórnendur leikskólans hafi ltið svo á að ákvörðun konunnar um að þiggja ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt hafi falið í sér vantraust á starfsemi leikskólanna. Engar gildar ástæður fyrir uppsögninni „Athugasemdir stefnanda sem foreldris 10 mánaða gamals barns við aðbúnað á öðrum leikskóla, sem stefndi rekur, eru ekki gildar ástæður fyrir uppsögn. Þegar ákvörðun var tekin um að segja stefnanda upp störfum hafði hún einungis verið við vinnu í einn dag og tvær klukkustundir, “ segir í dómnum. „Ekki er við því að búast að starfsmaður ávinni sér sérstakt traust á svo skömmum tíma og þessi takmarkaði tími gaf ekki tilefni til að draga afgerandi ályktanir um áhuga stefnanda á starfinu og getu til að sinna því. Þó veikindi í upphafi starfssambands séu vissulega óheppileg, þá er óumdeilt að stefnandi var fjarverandi vegna veikinda á þessum tíma og því um lögmæt forföll að ræða.“ Þá segir að leikskólinn hafi ekki sýnt fram á að hann hafi haft gildar ástæður til uppsagnarinnar, sem teljist því ólögmæt og skaðabótaskyld.
Dómsmál Leikskólar Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira