Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. mars 2022 23:43 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna til vinstri og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar til hægri. Vísir/Vilhelm/Stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna.
Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06